Færsluflokkur: Bloggar

Sami hópur og setti sundskattinn á aldraða

Þetta er lýsandi fyrir því að kasta nógu miklum skít þá hlýtur eitthvað að festast, Gunnar hefur ekki tekið þátt í slíkum skrípaleik heldur vill keppast á málefnalegum grunni. Þessi bæjarfulltrúar sem fylkja sér á bak við Ármann sem NB! hvað hefur hann gert í pólitík? veit það einhver?

Þetta er sama fólkið og samþykkti sundskatt á eldri borgara í Kópavogi í þeirri trú að verið væri að spara. En þessi aðgerð er móðgun gagnvart eldra fólki í Kópavogi sem hefur tekið þátt í að reisa bæinn og þetta er þakklætið.

Ef Gunnar verður kostinn í 1. sæti þá mun hann sjá til þess að sundskattur á eldri borgara verði settur af. Ég mæli með síðunni hans www.gunnarbirgisson.is


mbl.is Lýsa yfir stuðningi við Ármann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jökulskeið

Ef ríkisstjórnun hverfur af sjónarsviðinu væri hægt að líkja því við að jökulskeiðinu væri loks á enda. Ég held að ástandið geti ekki versnað, það er nákvæmlega að gerast núna eins og Finnar og fleiri þjóðir vöruðu okkur við það er búið að framlengja keppuna núna um ár vegna þess að við erum með ríkisstjórn sem þorir ekki að taka ákvarðanir.

Jú hún er dugleg við að skattleggja einstaklinga og fyrirtæki og frysta þannig markaðinn en þegar kemur að því að taka til hjá stofnunum þá eru ríkisstjórnin varla byrjuð og ætlast svo til að við öll "hin" tökum á okkur skellinn.

Auðvitað þurfum við öll að taka eitthvað á okkur jafnt yfir alla ..... bíddu er það ekki annars "slógan" þessarar ríkisstjórnar Norrænt velferðarkerfi þar sem Allir eru jafnir. Ég held þeir ættu að dusta rykið af þessu slógani og segja frekar "...þar sem útvaldir þurfa ekki borga"!


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hera Björk er snillingur

Ég vil óska þjóðinni innilega til hamingju með nýja fulltrúa okkar í Evrovisionkeppninni. Hera Björk er ekki aðeins frábært söngkona, heldur er hún fagmaður fram í fingurgóma og ekki skemmir góður húmor.

 

Til hamingju Hera og til hamingju Ísland!


mbl.is Hera Björk fulltrúi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rógburður

Mér finnst þetta mál allt lykta af skipulagðri niðurrifsstarfsemi við að gera Bjarna tortryggilegan. Þetta svipar mjög til þess hvernig Nixon fór að því að gera andstæðinga sína tortryggilega og jafnvel ljúga uppá þá og gera úlfalda úr mýflugu, í kjölfarið á andstæðingurinn erfitt með að leiðrétta lygina. Því miður hafa fleiri pólitíkusar lent í slíkum málum og hvet ég fólk til að dæma ekki of fljótt, heldur kynna sér málið vel.

Rétt í lokin þess má geta að fjölmiðlar bera mikla ábyrgð sem "fjórða valdið" og verða að vanda til við fréttaflutning sinn og þeir sem blogga um málið ættu að kynna sér málin í þaula áður en kveðinn er upp dómur.

 


mbl.is Vissi ekki hvað var veðsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband