Rógburður

Mér finnst þetta mál allt lykta af skipulagðri niðurrifsstarfsemi við að gera Bjarna tortryggilegan. Þetta svipar mjög til þess hvernig Nixon fór að því að gera andstæðinga sína tortryggilega og jafnvel ljúga uppá þá og gera úlfalda úr mýflugu, í kjölfarið á andstæðingurinn erfitt með að leiðrétta lygina. Því miður hafa fleiri pólitíkusar lent í slíkum málum og hvet ég fólk til að dæma ekki of fljótt, heldur kynna sér málið vel.

Rétt í lokin þess má geta að fjölmiðlar bera mikla ábyrgð sem "fjórða valdið" og verða að vanda til við fréttaflutning sinn og þeir sem blogga um málið ættu að kynna sér málin í þaula áður en kveðinn er upp dómur.

 


mbl.is Vissi ekki hvað var veðsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Rógburður... hann kvittaði undir með eigin hendi..og viðurkenndi í kvöld að ef þetta hefði lukkast hefði slatti af aurum runnið í hans vasa..

Jón Ingi Cæsarsson, 3.2.2010 kl. 22:30

2 Smámynd: Aðalsteinn Tryggvason

Er það ekki smá dómgreindarleysi að vita ekki undir hvað er skrifað og svo er hann formaður stjórnmálaflokks, vafasamt að styðja hann.

Aðalsteinn Tryggvason, 3.2.2010 kl. 23:05

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sjálfstæðið í hnotskurn firr og nú!

Sigurður Haraldsson, 3.2.2010 kl. 23:56

4 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Leggja ber glæpaklíkuna niður hið snarasta. Þessi maður ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér, og biðja þjóðina afsökunar.

Sveinn Elías Hansson, 4.2.2010 kl. 00:42

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Bjarni B þarf nú ekki mikla hjálp til að virðast tortryggilegur.

Páll Geir Bjarnason, 4.2.2010 kl. 02:12

6 identicon

Ég þakka athugasemdirnar ég vildi hins vegar að þær væru málefnalegri.

Agnes Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband