12.2.2010 | 15:18
Sami hópur og setti sundskattinn á aldraða
Þetta er lýsandi fyrir því að kasta nógu miklum skít þá hlýtur eitthvað að festast, Gunnar hefur ekki tekið þátt í slíkum skrípaleik heldur vill keppast á málefnalegum grunni. Þessi bæjarfulltrúar sem fylkja sér á bak við Ármann sem NB! hvað hefur hann gert í pólitík? veit það einhver?
Þetta er sama fólkið og samþykkti sundskatt á eldri borgara í Kópavogi í þeirri trú að verið væri að spara. En þessi aðgerð er móðgun gagnvart eldra fólki í Kópavogi sem hefur tekið þátt í að reisa bæinn og þetta er þakklætið.
Ef Gunnar verður kostinn í 1. sæti þá mun hann sjá til þess að sundskattur á eldri borgara verði settur af. Ég mæli með síðunni hans www.gunnarbirgisson.is
Lýsa yfir stuðningi við Ármann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefur Ármann ekki unnið sér það til frægðar að tapa í prófkjöri fyrir alþingiskosningar og detta út af þingi.
Þessi yfirlýsing þremenninganna segir að Gunnar shafi verið EINRÆÐISHERRA þegar hann var bæjarstjóri.
Taktu eftir því.
Sveinn Elías Hansson, 12.2.2010 kl. 15:33
Já Agnes, vondur hópur þessir sjálfstæðismenn. Setja sundskatt á gamalt fólk.
Það er annað en yndið hann Gunnar sem ræður án auglýsingar, byggir án auglýsingar, úthlutar án auglýsingar og rekur án auglýsingar.
Það er gott að búa í Kópavogi, ef þú ert í skjóli Gunnars Birgissonar.
Jóhanna (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 15:59
Það eina sem ég þekki til Ármanns eru algjör PR mistök (sem er ófyrirgefanlegt í því ljósi að hann hefur rekið auglýsingastofu) þegar hann ætlaði að komast inn á þing síðast og auglýsti sig í gríð og erg í íslenskri lopapeysu. FAIL.
Guðmundur St Ragnarsson, 12.2.2010 kl. 16:38
Sundskattur ert þú ekki í lagi. Ellilífeyrisþegar þurfa að borga sama og börn í sund. Þ.e. árskort á 7 þúsun og fimmhundruð. Hefðir þú heldur viljað skera niður í leikskólum, grunnskólum eða þjónustu við þá sem þurfa á félagsaðstoð að halda. Ellilífeyrisþegar sem nota sundlaugarna hé daglega og ég þekki hlæja að þessu gjaldi. Þau benda á að þau fara um 300x í sund á ári og það gerir um 25 krónur í hvert skipti.
Svo skulum við muna eftir viðskiptum við fyrirtæki dóttur hans. Sem og hann er enn í rannsókn vegna lífeyrissjóðs Kópavogs
Bendi þér svo líka á þessa frétt af www.dv.is í dag
Magnús Helgi Björgvinsson, 12.2.2010 kl. 18:51
Magnús minn ég myndi nú reyna að vitna í áreiðanlegri fjölmiðil en DV. Það lýsir bara málflutningi þínum hann er æði þunnur.
Agnes (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 10:14
Agnes,
Oft hefur DV byrjað á fréttaflutningi sem enginn annar hefur viljað byrja á, og svo allt reynst rétt hjá dv.
En þessi stuðningsyfirlýsing sýnir að sjálfstæðisflokkurinn er klofinn í kópavogi, og einnig lýsir þessi stuðningsyfirlýsing því yfir að Gunnar Birgisson hafi stjórnað sem EINRÆÐISHERRA þegar hann var bæjarstjóri.
Svo einfalt er það.
Sveinn Elías Hansson, 13.2.2010 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.